Magnús nýr forseti kirkjuþings

Magnús Eðvald Kristjánsson, forseti Kirkjuþings.
Magnús Eðvald Kristjánsson, forseti Kirkjuþings. mbl.is/Styrmir Kári

Magnús Eðvald Kristjánsson var í morgun kjörinn nýr forseti kirkjuþings þegar aukakirkjuþing kom saman í Háteigskirkju í morgun til að ræða meðal annars fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi stjórnarskrána og stöðu kirkjunnar gagnvart stjórnarskránni. Magnús er úr hópi leikmanna á kirkjuþingi, en hefð er fyrir því að forseti kirkjuþings sé ekki vígður.

Magnús hefur um nokkurt skeið verið fulltrúi á kirkjuþingi og var hann kjörinn með 16 atkvæðum, en Margrét Björnsdóttir, sem var starfandi forseti kirkjuþings eftir að Pétur Kr. Hafstein lét af því starfi fyrr á því ári, fékk átta atkvæði.

Nú standa yfir nefndarstörf á þinginu, en tillöguflutningi er lokið. Áætlað er að þinginu ljúki nú síðdegis.

Frá auka kirkjuþingi í dag.
Frá auka kirkjuþingi í dag. mbl.is/Styrmir Kári
Magnús Eðvald Kristjánsson við vígslu sr. Sólveigar Láru Guðmundsdóttur til …
Magnús Eðvald Kristjánsson við vígslu sr. Sólveigar Láru Guðmundsdóttur til vígslubiskups á Hólum. Þjóðkirkjan
Fulltrúar kirkjuþings í Háteigskirkju í morugn.
Fulltrúar kirkjuþings í Háteigskirkju í morugn. Þjóðkirkjan
Vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum, sr. Kristján Valur Ingólfsson …
Vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum, sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Þjóðkirkjan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert