Deila um stöðu byggðakaflans

Krafa Íslands er að landið verði allt skilgreint sem hrjóstrugt …
Krafa Íslands er að landið verði allt skilgreint sem hrjóstrugt og strjálbýlt svæði í byggðakafla ESB samningsins. mbl.is/RAX

Skiptar skoðanir eru um það innan utanríkismálanefndar hvort byggðamálakafli aðildarviðræðanna við ESB hafi verið afgreiddur út úr nefndinni.

Í Morgunblaðinu í dag segir Mörður Árnason, þingmaður og annar varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis að þessu máli sé lokið af hálfu nefndarinnar en Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd, segist hinsvegar ekki líta svo á að umræddur kafli hafi verið afgreiddur út úr nefndinni.

Í viðtali hjá Ríkisútvarpinu síðastliðið föstudagskvöld sagði Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB, að krafa Íslands væri sú að landið yrði í heild sinni skilgreint sem hrjóstrugt og strjálbýlt svæði í byggðamálakafla ESB samningsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert