Unnur Brá stefnir á 2. sætið

Unnur Brá Konráðsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir

Unnur Brá Konráðsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi vegna Alþingiskosninga 2013.

„Ég hef átt afar gott samstarf við kjósendur í Suðurkjördæmi og vonast til að fá áframhaldandi umboð til að vinna að þeim verkefnum sem framundan eru. Málefni kjördæmisins eru mér hugleikin og brýn þörf er á stefnubreytingu stjórnvalda í garð þess.

Öflug atvinnustefna og afgreiðsla faglegrar rammaáætlunar eru málefni sem nauðsynlegt er að leggja brýna áherslu á. Auk þess þarf að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu tafarlaust til baka og leggja fram raunhæfa áætlun í efnahagsmálum með það að markmiði að ná tökum á rekstri ríkissjóðs án frekari skattahækkana og með þá stefnu að geta lækkað skatta til framtíðar,“ segir Unnur Brá í fréttatilkynningu.

Unnur Brá tók sæti á Alþingi árið 2009. Hún hefur verið 6. varaforseti Alþingis, setið í iðnaðarnefnd, menntamálanefnd, velferðarnefnd og félags- og tryggingamálanefnd auk þess sem hún átti sæti í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis .

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert