19 hafa slasast eftir að hafa fokið

Mikið hefur verið að gera hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu í …
Mikið hefur verið að gera hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Ljósmynd/Guðbrandur Örn Arnarson.

Nítján hafa leitað á slysadeild Landspítalans í morgun eftir að hafa slasast í óveðrinu á höfuðborgarsvæðinu. Sjö hafa verið fluttir á deildina með sjúkrabíl. Nokkrir eru með beinbrot og skurði, m.a. á höfði.

„Það er stórvarasamt að vera úti við þessar aðstæður,“ segir Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á slysadeild. Slasað fólk hefur frá því í morgun leitað á slysadeild og segir Ragna að ekkert lát sé á þessu.

Ragna segir að þeir sem hafi slasast sé fullorðið fólk sem við venjulegar aðstæður ættu að þola talsvert veður, en hún sagði að nánast allir sem hefðu komið á slysadeild hefðu einfaldlega fokið í óveðrinu. Hún segir að greinilega hættulegt að vera nærri háhýsum og í þröngum götum þar sem vindstrengurinn er mestur.

„Fólk hefur komið hér með vafið um höfuðið eftir að hafa hlotið slæmar byltur. Nokkrir hafa einnig beinbrotnað,“ segir Ragna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka