Um 100 sjúkraflutningar

mbl.is/Hjörtur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í yfir eitt hundrað sjúkraflutninga í gær og í nótt. Um fjörutíu manns þurftu að leita á bráðamóttökuna í gær vegna slysa í óveðrinu sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gær.

Þegar mbl.is ræddi við varðstjóra í slökkviliðinu í kvöld sagði hann kvöldið hafa verið rólegt, að minnsta kosti í samanburði við kvöldið í gær. Slökkviliðið tók þátt í því að sinna óveðursútköllum ásamt björgunarsveitarfólki og starfsfólki áhaldahúsa sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og hafa útköllin sjaldan eða aldrei verið jafn mörg og í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert