„Gerði ráð fyrir að merja það“

ssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, varð í fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar …
ssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, varð í fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ómar Óskarsson

„Ég gerði heldur ráð fyrir að ég myndi merja það og sú varð raunin,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sem varð í fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. „Mér finnst það nokkuð gott miðað við að ég rak ekki öfluga kosningabaráttu og ég atti kappi við ansi öfluga frambjóðendur.

Ég óska Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur innilega til hamingju með 2. sætið. Hún sýndi svo sannarlega hvað í hana er spunnið í þessari tvísýnu baráttu og undirstrikaði þá hæfileika sem í henni búa. Ég held að með henni og Helga Hjörvar sé að koma ný kynslóð forystumanna. Það er gott að hafa mann með grátt höfuð og reynslu í þeim fans miklu yngri þingmanna, ég held að þetta sé fín blanda.“

Þurfum ekki að beita fléttureglunni

Össur segist ánægður með listann, ekki síst með hlutfall kynjanna. Karlar og konur skiptist á í átta efstu sætunum. „Við þurfum ekki að beita fléttureglunni, þessi niðurstaða undirstrikar að Samfylkingin er femínískur flokkur.“

Össur er fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. Ætlar þú að vera í því kjördæmi áfram, eða færa þig yfir í Reykjavík norður? „Ég er ekki búinn að ákveða neitt um það.“

Össur er afar þakklátur stuðningsmönnum sínum og segist litlu hafa til kostað við kosningabaráttuna. „Ég eyddi engu fé, nema þessum 50.000 krónum sem kostar að taka þátt. Ég hafði engan kosningastjóra og enga kosningaskrifstofu. Ég hafði nokkra góða vini með mér og mína góðu og stóru fjölskyldu.“

Frétt mbl.is: Össur í 1. sæti, Sigríður í 2. sæti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert