Krefur borgina um bætur

Nágrannar Björns við Suðurhús í Grafarvogi segja að viðbyggingin skyggi …
Nágrannar Björns við Suðurhús í Grafarvogi segja að viðbyggingin skyggi á húsið sitt og hamli útsýni. Björn þarf að fjarlægja bygginguna fyrir jól. mbl.is/Golli

„Það er alveg öruggt að ég mun leita réttar míns hjá borginni,“ segir Björn Andrés Bjarnason sem var gert að fjarlægja viðbyggingu við hús sitt í Grafarvogi, samkvæmt dómi sem Hæstiréttur felldi fyrir helgi. Hann þarf að fjarlægja bygginguna fyrir jól.

Björn bygginguna á grundvelli byggingarleyfis Reykjavíkurborgar. Hæstiréttur komst einnig að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði ekki verið heimilt að breyta skipulaginu og því var byggingarleyfið ólöglegt.

Björn segir ótækt að klúðurslegar athafnir borgarinnar í skipulags- og byggingarmálum valdi saklausu fólki miklu tjóni og vitnar í ónefndan vin sinn: „„Er þá öll vinnan, sem við erum að láta vinna og borga fyrir í skipulagsvinnu í kringum okkur svo við getum byggt við, ónýt? Hverju eigum við að trúa?“ Það er ekki hægt að láta fara svona með sig.“

Björn bendir á að hann hafi byggt við húsið í tvígang í góðri trú enda með byggingarleyfi og leggur áherslu á að viðbyggingin hafi verið innan leyfilegra hæðarmarka. „Í fyrra skiptið var rifið niður af því að ég fór yfir umframbyggingarmagn lóðar. Um 44% húsanna hérna á kúlunni eru of stór miðað við gamla skipulagið og þá breyttu þeir því, en það skilur enginn þennan dóm Hæstaréttar og þetta kallar bara á miklar bætur frá borginni.“ Hann bætir við að viðbyggingar séu við sjö hús við götuna og þá næstu en þó að leyfi hafi verið fyrir þeim þýði dómurinn að rífa verði þær allar.

Björn segir að eftir fyrra niðurrifið hafi honum verið sagt að allt væri skothelt á ný og því hafi hann sett viðbygginguna upp aftur. „En svo fór allt á sömu lund og ég er orðinn vel merktur eftir þetta. En ég grenja ekki. Þetta er bara húskofi og allir eru heilir heilsu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert