„Ættu að geta sætt sig við þetta“

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

„Þetta hleypir óvissu í málið, hvernig meðferðin verður miðað við það að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi ekki afgreitt þetta í kvöld,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, 1. varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður VG, um þá stöðu sem uppi er varðandi kvótafrumvarpið sem þingflokkurinn afgreiddi ekki í kvöld.

„Þetta er auðvitað það stórt og mikið mál að það er mjög eðlilegt að það hafi farið fram skoðanir á því frá öllum hliðum og eins og það liggur fyrir núna þá tel ég að það sé komið í þá mynd að þeir sem hafa fullan vilja til að klára þetta mál ættu að geta sætt sig við þetta. Það eru þá einhver önnur sjónarmið sem reka menn í aðra átt,“ sagði Lilja Rafney.

Samkvæmt heimildum mbl.is var frumvarpinu ekki dreift á þingflokksfundi VG til þingmanna en þingmönnum var kynnt innihald þess munnlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert