Vafningsmálið dómtekið

Ákærðu og lögmenn þeirra í Vafningsmálinu.
Ákærðu og lögmenn þeirra í Vafningsmálinu. mbl.is/Styrmir Kári

Munnlegum málflutningi í Vafningsmálinu lauk á sjötta tímanum í dag. Í því eru fyrrverandi bankastjóri Glitnis og fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik. Farið er fram á fimm og hálfs og fimm ára fangelsi yfir þeim. Dómurinn verður kveðinn upp 28. desember nk.

Í málinu eru þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa samþykkt lánveitingu upp á 102 milljónir evra, jafnvirði 10 milljarða króna, til Milestone föstudaginn 8. febrúar 2008. Lánið var notað til uppgreiðslu láns hjá Morgan Stanley sem átti að gjaldfella umræddan dag.

Báðir neita þeir sök í málinu, gagnrýna rannsókn þess, ákæruna og meðferðina fyrir dómi. Meðal þess sem verjandi Guðmundar sagði í seinni ræðu sinni var að afmörkun sakarefnisins væri afar óljós, óljóst hverju ákærðu væru að verjast. Þá væri enginn ásetningur í málinu, hvergi væri haldið fram að þeir Lárus og Guðmundur hefðu auðgast, sem sé skilyrði fyrir sakfellingu í umboðssvikamálum.

Nánar verður greint frá munnlegum málflutningi í málinu á mbl.is í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert