Aðstoðuðu ökumenn á Breiðdalsheiði

Mikill snjór er á svæðinu.
Mikill snjór er á svæðinu.

Björgunarsveitin Hérað fór tvisvar í dag að aðstoða og snúa við ökumönnum sem höfðu fest sig innst í Skriðdal á leið upp á Breiðdalsheiði.

<span><span><br/></span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Í fyrra skiptið klukkan 10:30 að aðstoða íslenskan mann sem var á leið til Reykjavíkur og keyrði bara eftir GPS- vegtæki sínu sem leiðir ókunnuga ökumenn um þjóðveig 1 sem liggur yfir Breiðdalsheiði.</span></span> <span><span><br/></span></span>

Seinna útkallið kl 18:30 að aðstoða þrjá Japani sem höfðu fest Ford Fiestu framhjóladrifnu bílaleigubifreið sína.

<span><span>Þau höfðu einnig keyrt eftir GPS-vegtæki sínu sem og korti sem þau voru með og leiddust þó út í ófæru og var ferð þeirra heitið til Breiðdalsvíkur</span></span>

.

Við bæinn Hauksstaði sem er innsti bær í Skriðdal hefur Vegagerðin komið upp slá sem nær yfir aðra akrein með blikkandi ljósi og skilti sem stendur að það sé lokað, í bæði skiptin var þessi farartálmi hunsaður og keyrt áfram. Mikið er um að fólk haldi áfram þó svo að skilti séu á þrem stöðum á leiðinni frá Egilsstöðum og inn í Skriðdal. Talsverður snjór er á svæðinu enda hefur þessi vegkafli verið merktur ófær hjá Vegagerðinni í tæpa 2 mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert