11 breytingartillögur við rammann

Ein breytingartillagan gengur út á að flytja virkjanakosti í neðri …
Ein breytingartillagan gengur út á að flytja virkjanakosti í neðri hluta Þjórsár úr biðflokki í nýtingarflokk. mbl.is/Rax

Lagðar hafa verið fram ellefu breytingartillögur á Alþingi við tillögu um rammaáætlun. Tillögurnar ganga ýmist út á að færa virkjanakosti úr biðflokki í nýtingarflokk, að færa virkjanir úr biðflokki í verndarflokk eða færa virkjanir úr nýtingarflokki í biðflokk.

Rammaáætlun var rædd í fjóra daga á Alþingi í síðustu viku. Óvíst er hvenær samkomulag næst um afgreiðslu málsins, en forystumenn þingflokka hafa rætt saman um afgreiðslu málsins og annarra umdeildra mála á Alþingi.

Jón Gunnarsson alþingismaður og fleiri hafa lagt fram sex tillögur sem gera ráð fyrir að virkjanakostir verði færðar úr biðflokki í nýtingarflokk. Þetta eru m.a. virkjanir í neðri hluta Þjórsár, en verkefnisstjórn lagði á sínum tíma til að þær yrðu í nýtingarflokki.

Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður hefur einnig lagt fram tvær tillögur um að virkjanakostir á Suðurlandi verði fluttir úr biðflokki í nýtingarflokk.

Jón Bjarnason hefur lagt fram tvær tillögur um að virkjanakostir á Norðurlandi verði fluttir úr biðflokki í verndarflokk. Þetta eru m.a. virkjanir í Jökulsá í Skagafirði.

Þá hefur Atli Gíslason lagt fram breytingartillögu um að virkjanir á Reykjanesi, á Hengilssvæðinu og Bjarnarflagsvirkjanir, sem eru samkvæmt rammaáætlun í nýtingarflokki, færist í biðflokk.

Sjá nánar um stöðu rammaáætlunar á Alþingi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert