Vantar 100 milljarða í hagkerfið

Meginmarkmið kjarasamninga um aukinn kaupmátt hefur náðst segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir hins vegar að markmið um hagvöxt ekki hafa gengið eftir. Hagvöxtur sé 8,3% á tímabilinu 2011-2013 en hefði þurft að vera 14%. Það vanti því um 100 milljarða inn í hagkerfið.

Í dag hitta fulltrúar SA og ASÍ vegna samninganna en í janúar verða forsendur gildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði metnar. Verði þeim ekki sagt upp hækka laun um 3,25% þann 1. febrúar nk. og gilda þá samningarnir sem ritað var undir í maí 2011 til loka janúar 2014.

Samtök atvinnulífsins hafa tekið ákvörðun að segja ekki upp kjarasamningum. Vilhjálmur segir að vissulega séu möguleikar atvinnulífsins til að greiða þessa launahækkun verri nú en menn hefðu reiknað með þegar samningarnir voru undirritaðir. SA telji hins vegar að það sé enginn ávinningur að því segja samningum upp. Stöðugleiki á vinnumarkaði sé mikilvægur á kosningavetri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert