Tvísýnt um kjarasamninga

mbl.is/ÞÖK

Af viðræðum við forystumenn í verkalýðshreyfingunni má ráða að tvísýnt sé um hvernig endurskoðun kjarasamnings ASÍ og SA lyktar, hvort honum verður sagt upp eða hvort hann heldur út samningstímann til loka janúar 2014. Taka verður ákvörðun um það eigi síðar en 21. janúar.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vildi engu spá um niðurstöðuna. „Ég tel að boltinn sé nú hjá atvinnurekendum,“ segir Stefán Einar Stefánsson, formaður VR og Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, í Morgunblaðinu í dag um viðræður ASÍ og SA um forsendur kjarasamninga. Þær voru ræddar á formannafundi ASÍ í gær.

„Við erum tilbúin að gefa eftir þá kröfu að hækka laun um meira en 3,25% þann 1. febrúar n.k. ef við fáum tryggingu fyrir því að atvinnurekendur muni ekki skella á okkur verðhækkunum af þunga á næstu mánuðum. Við sjáum á öllum verðmælingum að þeir hafa ekki gefið eftir sinn hlut heldur dembt þessu út í verðlagið,“ segir Stefán Einar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert