Soffía á lista Bjartrar framtíðar

Soffía Vagnsdóttir
Soffía Vagnsdóttir mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur og meistaranemi í Menningarstjórnun og Evrópufræðum við Háskólann á Bifröst, verður í fimmta sæti lista Bjartrar framtíðar í norðvesturkjördæmi vegna kosninganna í vor. 

Soffía hefur undanfarin sex ár starfað sem skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur en er í námsleyfi í vetur og lýkur nú meistaranámi í Menningarstjórnun og Evrópufræðum frá Háskólanum á Bifröst. Soffía sat í bæjarstjórn Bolungarvíkur í 8 ár.

Soffía er gift Roland Smelt tölvunarfræðingi, barnahópurinn telur fimm og barnabörnin eru sex.

Uppstillingarnefnd á vegum Bjartrar framtíðar vinnur nú að því að klára lista flokksins fyrir þingkosningarnar og eru niðurstöður væntanlegar fljótlega, samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert