Sáttmáli um betri umferð

Nýr sáttmáli snýr m.a. að því hvernig bæta má umferðarmenningu …
Nýr sáttmáli snýr m.a. að því hvernig bæta má umferðarmenningu og draga þannig úr hættu á slysum. mbl.is/Sigurgeir S.

Nýtt umferðarátak hófst formlega á föstudaginn en þá var haldinn fyrsti fundurinn í hópi sem hefur það verkefni að móta „umferðarsáttmála“. Verkefnið er samvinnuverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Umferðarstofu en einnig koma að því ýmsir hagsmunaaðilar í umferðinni.

Þá verða átta fulltrúar hins almenna vegfaranda í hópnum sem mun leiða vinnuna við að móta sáttmálann. Almenningur mun einnig geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri við mótun sáttmálans.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að markmiðið með sáttmálanum sé það að fækka slysum í umferðinni og auka þar með öryggi fólks. „Þetta verkefni gengur í rauninni út á það að komast að sameiginlegri niðurstöðu um það sem einkennir góða umferðarmenningu,“ segir Stefán og bætir við að vegfarendur eigi að geta sammælst um það hvað teljist viðurkennd hegðun í umferðinni og jafnframt gert kröfu um að henni sé fylgt.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Stefán að verkefnið framundan sé að móta slíkan sáttmála með aðstoð almennings.

Samstarfshópurinn sem á að móta umferðarsáttmálann.
Samstarfshópurinn sem á að móta umferðarsáttmálann. mbl.is/Júlíus
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert