Þingfundur hefst að nýju klukkan hálf átta

Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll. Þorkell Þorkelsson

Þingfundi var frestað á ný um klukkan hálf fimm og mun hefjast að nýju klukkan hálf sjö. Átta frumvörp voru samþykkt í þinginu áðan. Meðal annars um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar og breytingar á almennum hegningarlögum sem fjalla um kynferðisbrot gegn börnum innan fjölskyldu.

Þingfundi hefur verið frestað í tvígang í dag. Ekki varð úr að tillaga um atvinnuuppbyggingu og Kísilver á Bakka yrði fyrsta mál á dagskrá eins og til stóð. Illugi Gunnarsson úr Sjálfstæðisflokki tilkynnti í upphafi þingfundar að beiðni um að málið yrði tekið á dagskrá hefði verið afturkölluð.

Síðan urðu átta frumvörp að lögum. Auk samþykktar um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar og frumvarp um kynferðisbrot gegn börnum voru sex mál samþykkt. Um Þjóðminjasafn Íslands, búfjárhald og velferð dýra. Lokafjárlög 2011, efnalög og lög um gjaldeyrismál voru sömuleiðis samþykkt í dag. Þingfundur hefst að nýju hálf átta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert