Góður gangur í Hvalfirði

Nemendur að leik á skólalóðinni, nýr leik- og grunnskóli sveitarfélagsins …
Nemendur að leik á skólalóðinni, nýr leik- og grunnskóli sveitarfélagsins í bakgrunni. mbl.is//Hvalfjarðarsveit

Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit skilaði 103 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári en ársreikningur var nýlega lagður fram í sveitarstjórn.

Rekstrartekjur námu 622 milljónum króna og 67% þar af komu frá fyrirtækjum á Grundartanga í formi fasteignagjalda og fleiri gjalda. Mikil uppbygging stendur yfir á Grundartangasvæðinu og ýmsar framkvæmdir í gangi hjá Norðuráli, Landsneti, og fleiri fyrirtækjum.

Eigið fé Hvalfjarðarsveitar í árslok 2012 nam 2,1 milljarði króna en skuldir aðeins 95 milljónum. Íbúar eru ríflega 600 en sveitarfélagið er meðal þeirra níu sem ekki nýta sér hámarksútsvarið, 14,48%, og er með 13,64%. Auk lægra útsvars njóta íbúar Hvalfjarðarsveitar ýmissa fríðinda í lægri þjónustugjöldum. Í umfjöllun um málefni sveitarfélagsins í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram, að til stendur að spjaldtölvuvæða grunnskólann og leggja ljósleiðara í öll íbúðarhús á þessu og næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert