Búnaður sóttur til Aberdeen

TF-Gná.
TF-Gná. Af vef Landhelgisgæslunnar

Flugvél Landhelgisgæslunnar fór í morgun til Aberdeen í Skotlandi til þess að sækja sérstakan hífingarbúnað fyrir Super Puma þyrlur. Stefnt er að því að fljúga með hann beint til Hafnar í Hornafirði. Með búnaðinum verður hægt að hífa þyrluna á bíl sem flytur hana til Reykjavíkur. 

Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að þyrlan muni líklega ekki vera komin í bæinn fyrr en á morgun. Ljóst er að farið verði að öllu með gát í flutningnum. „Þetta er þungaflutningur og því farið varlega. Maður reiknar með að þetta sé að minnsta kosti tólf tíma akstur ef allt fer að óskum,“ segir Ásgrímur og bætir við: „Það er ekki á hverjum degi sem við keyrum með margra tonna þyrlu um þjóðvegi landsins.“

Frétt mbl.is: TF-Líf verði klár eftir viku

Frétt mbl.is: Verður fyrir austan fram yfir helgi

Frétt mbl.is: Horfði á þyrluna lenda

Frétt mbl.is: Ákvörðun tekin í dag um viðgerð

Frétt mbl.is: Ein þyrla til taks og án nætursjónauka

Frétt mbl.is: Þyrla Gæslunnar þurfti að nauðlenda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert