Himintunglin skoðuð af Hakinu

Í litlum stjörnusjónauka sjást fjarlægar vetrarbrautir, tvístirni og gasþokur.
Í litlum stjörnusjónauka sjást fjarlægar vetrarbrautir, tvístirni og gasþokur. mbl.is/Golli

„Draumurinn er að stjörnuskoðunarsetur Íslands verði á Hakinu,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

Greint var frá áhuga félagsins á að nýta aðstöðu á Þingvöllum til stjörnuskoðunar á fundi Þingvallanefndar nýverið og var samþykkt að haldið yrði áfram að vinna með hugmyndina.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sævar að aukin vinna verði lögð í þetta verkefni í sumar og gerir sér vonir um að stjörnuskoðun af Hakinu verði að veruleika að einhverju leyti strax næsta vetur. Ekki þurfi mikla aðstöðu til að byrja með og allir innviðir séu fyrir hendi á Hakinu eins og húsaskjól, bílastæði og rafmagn. Hugsanlega verði stærsti sjónauki landsins, sem nú er á Setltjarnarnesi, fluttur austur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert