Vinna að viðbrögðum við þvingunaraðgerðum

Gunnar Bragi Sveinsson og Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins á blaðamannafundi …
Gunnar Bragi Sveinsson og Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins á blaðamannafundi í Brussel. Skjáskot/EbS Channel

Ríkisstjórn Íslands samþykkti fyrir helgi að setja á laggirnar sérfræðingateymi sem vinna mun að viðbrögðum Íslendinga við mögulegum þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gegn Íslandi.

Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Hópurinn mun skoða hvernig best sé að leita réttar Íslendinga ef af þvingunaraðgerðum verður. Nokkrar leiðir séu færar. „Gangi þessar hótanir eftir eru okkur margar leiðir færar til þess að leita réttar okkar, þar má til dæmis nefna gerðardóm auk annarra dómstóla. Við munum kortleggja hvaða leið hentar best,“ segir Gunnar Bragi.

Ekki er búið að skipa í teymið, en Gunnar reiknar með að Stefán Haukur Jóhannsson muni leiða hópinn. Í hópnum verða m.a. sérfræðingar frá utanríkisráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert