40.000 undirskriftir hafa safnast

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmlega 40.000 undirskriftir hafa safnast til stuðnings þess að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Undirskriftasöfnunin hófst um síðustu helgi og fer fram á vefsíðunni Lending.is.

Gert er ráð fyrir að undirskriftirnar verði afhentar 20. september þegar frestur til þess að gera athugasemdir við aðalskipulag Reykjavíkurborgar rennur út en samkvæmt því er gert ráð fyrir að flugvöllurinn víki í áföngum fyrir blandaðri byggð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert