Fréttamaður stefnir bloggara

Páll Vilhjálmsson
Páll Vilhjálmsson

Bloggaranum Páli Vilhjálmssyni hefur verið birt stefna vegna færslu sem hann skrifaði á vef sinn 16. júlí síðastliðinn. Anna Kristín Pálsdóttir, fréttamaður Ríkisútvarpsins, stefni Páli og krefst refsingar, hálfrar milljónar króna í miskabætur og ómerkingar nokkurra ummæla í færslunni.

Í færslunni sakaði Páll Önnu Kristínu um að falsa ummæli forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Samkvæmt því sem segir á bloggsíðu Páls krefst Anna Kristín þess að eftirfarandi ummæli verði ómerkt:

  • „Fréttamaður RÚV í Brussel falsar ummæli forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins“
  • “Fréttamaður RÚV er viljandi og af yfirlögðu ráði að fela þá staðreynd“ 
  • „Fréttafölsunin er í þágu þeirrar blekkingar“

Í færslu sinni skrifaði Páll: „Fréttamaður RÚV í Brussel falsar ummæli forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, van Rompuy, til að þau falli betur að málstað ESB-sinna. Í hádegisfréttum RÚV segir van Rompuy að hann vonist til að ESB og Íslandi haldi góðu sambandi „either within or outside the accession process“. (3:31).

Orð van Rompuy er ekki hægt að þýða á annan veg en þann að val Íslands standi um að vera í aðlögunarferli eða ekki. En ESB-sinnaður fréttamaður RÚV þýðir orð forseta leiðtogaráðsins á þennan veg: „hvort sem aðildarviðræður halda áfram eða ekki“.“

Páll fékk í kjölfarið bréf frá lögmanni Önnu Kristínar þar sem sagði: „Með færslu á vefsíðunni Tilfallandi athugasemdir þann 16. júlí undir fyrirsögninni: RÚV falsar ummæli forseta ESB berið þér hana þeim sökum að hún ljúgi vísvitandi að þjóðinni og stundi það sem þér nefnið fréttafölsun í því samhengi.“

Farið var fram á afsökunarbeiðni vegna færslunnar en varð Páll ekki við því. Er því ljóst að málið fer fyrir dómstóla.

Frétt mbl.is: Segir fréttamann RÚV hóta sér

Frétt mbl.is: Vildi upplýsingar um leiðaraskrif

Ríkisútvarpið
Ríkisútvarpið mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert