Íslendingar tóku gagnrýni sem árás

Eiríkur Bergmann flutti erindi á ráðstefnunnar sem haldin var í …
Eiríkur Bergmann flutti erindi á ráðstefnunnar sem haldin var í tilefni 5 ára frá hruni. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Öllum varnaðarorðum var vísað á bug þrátt fyrir að önnur ríki sem við berum okkur saman við hafi ekki farið jafnglannalega og við,“ sagði Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Bifröst, í erindi sínu á málþingi Sagnfræðingafélags Íslands, Sögufélagsins og ReykjavíkurAkademíunnar í dag.

Hann fjallaði um áhrif efnahagsmála á sjálfsmynd þjóðar og öfugt. 

Eiríkur sagði að Íslendingar hefðu barist við gagnrýnisraddir eins og þær væru árásir að utan. 100 ára sjálfstæðisbarátta hafi haft áhrif á sjálfsmynd Íslendinga. Íslendingar hafi þráð viðurkenningu að utan. Til staðar hafi verið ósk um að verða viðurkennd sem jafningjar við aðra.

 Úr heimsmeti í bankastarfsemi yfir í heimsmet í lýðræði

Eiríkur rifjaði upp orð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að kveldi þess dags er kosið var um Icesave-samningana. Ólafur sagði þá eitthvað á þá leið að Íslendingar hefðu með þeim kosningum verið að færa heiminum sams konar lýðræðisbyltingu og Aþena gerði til forna.

Eiríkur sagði þetta dæmi um þá þrá sem Íslendingar hafa um viðurkenningu á alþjóðasviðinu. 

EES þjónar sjálfsmynd Íslendinga

Að lokum fjallaði Eiríkur um EES-samninginn. Hann sagði Ísland vera meðlim þar vegna viljans til að standa jafnfætis öðrum löndum þrátt fyrir að vera með gjaldmiðil sem einungis væri með 300 þúsund íbúa að baki sér án stofnanalegrar tryggingar. 

„Þetta er háskaleikur sem getur ekki gengið, enda voru sett á gjaldeyrishöft. Slíkt gengur bara á meðan allt leikur í lyndi, en þessi staða hentar sjálfsmynd Íslendinga afar vel. Formlega sjálfstæð, samt að fullu inni í markaðnum,“ sagði Eiríkur að lokum. 

Víkingar, bankamenn og íslensk náttúra

Þingmennirnir fyrrverandi Ólína Þorvarðardóttir og Mörður Árnason voru meðal áheyrenda …
Þingmennirnir fyrrverandi Ólína Þorvarðardóttir og Mörður Árnason voru meðal áheyrenda á málþingi um 5 ár frá hruni. mbl.is/Ómar Óskarsson
Frá málþinginu í dag.
Frá málþinginu í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert