Eyjamenn eignast aftur 9 fasteignir

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar mbl.is
„Þessi vika fer vel af stað. Búinn að skrifa undir kaup á fasteignum upp á næstum 1850 milljónir,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, á Facebook í morgun.

Hann óskar Eyjamönnum til hamingju með að eiga nú aftur Félagsheimilið, Þórsheimilið, Týsheimilið, barnaskólann, Hamarskólann, Sóla, Kirkjugerði, Rauðagerði og Safnahúsið.

Eignirnar voru árið 2004 seldar eignarhaldsfélaginu Fasteign hf og leigð sveitarfélaginu aftur. Elliði segir að frá því leigusamningurinn var gerður séu bæjarbúar búnir að borga um 1500 milljónir í leigu og taki nú við húsunum aftur með gríðarlegri viðhaldsþörf.

„Gott að vera laus vð þessa samninga,“ segir Elliði á Facebook síðu sinni og birtir mynd af kaupsamningunum útbreiddum.

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert