Halldór íhugar enn framboð

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mbl.is/Styrmir Kári

„Það eru margir sem halda að ég sé bara að teygja lopann, en svo er ekki. Ég er enn að hnýta lausa enda og það getur ennþá brugðið til beggja vona í þessu,“ segir Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, en hann íhugar að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram þann 16. nóvember nk. 

Reglurnar ekki alveg skýrar

„Ég er nú búinn að ganga frá þessu með kjörgengið. Ég fékk leyfi til þess frá Ísafjarðarbæ sem mér fannst mjög mikilvægt vegna þess að ég er auðvitað kjörinn þar til næsta vors og það var gengið frá því eins og lögin segja til um. Nú er ég að reyna að átta mig betur á leikreglunum í prófkjörinu, en mér finnst þær ekki liggja alveg skýrar fyrir eins og er. Fulltrúaráðið samþykkti að skilyrði fyrir þátttöku í prófkjörinu væri að viðkomandi hefði greitt félagsgjöld, og miðstjórn hefur túlkað þær reglur á ákveðinn hátt. Í mínum huga er þetta þó frekar óljóst ennþá. Það væri óþægilegt að fara í prófkjörsbaráttu um ákveðið sæti þegar leikreglurnar eru ekki alveg skýrar í mínum huga,“ segir Halldór. 

Frestur til þess að skila inn framboði rennur út á föstudaginn. „Ég er ennþá að skoða þetta, og það styttist í endanlega ákvörðun,“ segir Halldór að lokum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert