Ættingjar fengu ekki mat í fjóra daga

Jonah Marchadesch á marga ættingja í Filippseyjum.
Jonah Marchadesch á marga ættingja í Filippseyjum. Mbl.is/Árni Sæberg

 „Í gær fékk ég fréttir um að það væri í lagi með fjölskylduna mína, sem betur fer. Vandamálið hins vegar núna er það að nú sárlega vantar vatn, mat og lyf,“ segir Jonah Marchadesch en fjölskylda hennar býr í bænum Tanauan á eyjunni Leyte á Filippseyjum. Bærinn er á svæði sem varð illa úti í fellibylnum sem reið nýlega yfir landið. Hús fjölskyldu Jonuh var staðsett á ströndinni, en Jonah segir ekkert standa nú eftir af því húsi, né öðrum húsum sem voru við sjóinn. „Frændi minn þurfti að ferðast töluverða vegalengd til þess að komast að svæði þar sem var farsímasamband svo hann gæti hringt í mig. Allir ættingjar mínir gista nú heima hjá einum fjölskyldumeðlimi, en þar eru um 30-35 manns, og því mjög þröngt,“ segir Jonah. 

Fellibylurinn vann ekki bara skemmdarverk á húsnæði fólks, og lífum. Vegakerfið í landinu er í lamasessi og gerir björgunar- og hjálparsveitum afar erfitt fyrir að komast með nauðsynjar til þeirra sem þurfa á þeim að halda. „Það liggja víða tré þvert yfir vegina, og erfitt að komast að sumum bæjum nema með þyrlu. Til að mynda eyðilagði fellibylurinn aðalumferðargötuna í heimabæ Jonuh og þar með var aðalumferðaræð bæjarins ónýt. 

Leyfir ættingjum ekki að deyja af völdum ofbeldis

„Vonandi verður hægt að komast sem fyrst með nauðsynjar til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Ættingjar mínir hafa sumir ekki borðað í fjóra daga og það ríkir mikil ringulreið á svæðinu. Fólk er að drepast úr hungri og slíkt neyðarástand dregur því miður fram það versta í fólki. Þegar neyðin er mikil gerist það að sumir fara að stela mat frá öðrum, brjótast inn í annarra manna hús og gera hluti sem það á ekki að gera. Fyrst öll fjölskyldan mín lifði náttúruhamfarirnar af þá ætla ég ekki að leyfa þeim að deyja nú, af völdum ofbeldis,“ segir Jonah að lokum. 

Eyðilegging fellibylsins í bænum Tacloban á Filippseyjum
Eyðilegging fellibylsins í bænum Tacloban á Filippseyjum Mynd/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert