Hvað verður gert í skuldamálunum?

Get ekki spilað myndbandið.

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, kynna á blaðamannafundi  aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Útsendingu frá fundinum er lokið.

Sigurður Hannesson, formaður sérfræðingahóps um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána, fer á fundinum yfir forsendur, framkvæmd og áhrif aðgerðanna.

Sérfræðingahópurinn var skipaður 16. ágúst sl. undir formennsku Sigurðar Hannessonar. Hópurinn hefur síðan unnið að tillögum um útfærslu og framkvæmd höfuðstólslækkunar verðtryggðra húsnæðislána. Hópurinn byggði vinnu sína á þeim forsendum sem fram komu í þingsályktun sem samþykkt var í júní sl., þ.e. að leiðrétta skyldi þann forsendubrest sem heimili urðu fyrir vegna verðbólguskots áranna 2007-2010. Skipaðir voru fjórir undirhópar sérfræðinganefndarinnar sem unnið hafa samhliða henni að útfærslu einstakra þátta.

Einnig hafa utanaðkomandi sérfræðingar verið fengnir til að vinna afmarkaða hluta t.d. mat á efnahagslegum áhrifum. Samhliða vinnu sérfræðingahópsins hefur verið unnið að gerð frumvarps um höfuðstólsleiðréttingar sem ríkisstjórnin væntir að geta lagt fram á yfirstandandi þingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert