Leit heldur áfram í kvöld

Mynd frá Antoni Erni Rúnarssyni, Björgunarfélagi Akraness, af leitinni á …
Mynd frá Antoni Erni Rúnarssyni, Björgunarfélagi Akraness, af leitinni á Faxaflóa. mbl.is/Anton Örn Rúnarsson

Leit að bát sem sendi neyðarkall um miðjan dag verður haldið áfram í kvöld. Minni bátar halda aftur til hafnar enda lítið sem ekkert hægt að sjá úr þeim í myrkrinu. Leitað verður áfram á stærri björgunarskipum og á fjórum þyrlum en þær eru búnar nætursjónaukum. Staðan verður metin síðar í kvöld.

Neyðarkallið heyrðist í báti við Akranes og í kerfi LHG og þar kom fram að leki væri komin að bátnum og menn væru að fara í björgunargalla. Engar frekari upplýsingar hafa borist síðan og ekki vantar skip inn í tilkynningaþjónustuna hjá Vaktstöð siglinga. 

Leitarsvæðið er víðfeðmt, en segja má að það nái frá Reykjanestá að austasta hluta Snæfellsness en áhersla hefur verið lögð á að leita innarlega í Faxaflóa þar sem báturinn sem heyrði neyðarkallið var staddur rétt utan við Akranes.

Ásgrímur L. Ásgrímsson, framvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslu Íslands, segir að hvorki hafi borist vísbendingar um að neyðarkallið hafi verið gabb né um að svo sé ekki. Því sé ekkert hægt að segja til um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert