Þyrla til leitar á Faxaflóa í birtingu

„Við ætlum að leita á ákveðnu svæði með þyrlu Landhelgisgæslunnar strax í birtingu,“ sagði Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LHG, í gærkvöld.

Leitarsvæðið verður skilgreint með tilliti til reks vegna strauma og vinds í gær og í nótt. „Að öðru leyti teljum við að svæðið hafi verið að mestu leyti fínkembt,“ sagði Ásgrímur.

Umfangsmikil en árangurslaus leit var gerð á Faxaflóa í gær eftir að neyðarkall frá sökkvandi báti heyrðist kl. 14.54. „Okkur vantar aðstoð – við erum úti við Faxaflóa – Yfir – Báturinn er farinn að leka mikið og við erum að fara í flotgallana,“ hljómaði kallið. Ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við bátinn báru ekki árangur. Strax hófst leit á sjó, úr lofti og á landi. Laust fyrir kl. 22.00 var ákveðið að fresta frekari leit.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert