Óvenju grófar líkamsárásir

Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson og Hinrik Geir Helgason við ...
Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson og Hinrik Geir Helgason við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur, sem dæmdi Stefán Loga Sívarsson og Stefán Blackburn í sex ára fangelsi í dag, segir að þegar refsing hafi verið ákveðin verði að hafa í huga að þeir hafi verið sakfelldir fyrir óvenju grófar líkamsárásir sem ekki verði betur séð en í sumum tilfellum hafi verið pyntingar.

Fram kemur í dómnum, sem er mjög ítarlegur, að þeir hafi svipt þeir brotaþola frelsi í langan tíma og beitti Stefán Logi mann nauðung. 

Í dómnum segir, að þeir hafi svipt brotaþola, sem um geti í ákæru ríkissaksóknara, frelsi í langan tíma og beitti Stefán Logi annan þeirra nauðung. Hvorugur brotaþola hafði gert nokkuð það á hlut ákærðu er gat gefið þeim tilefni til þessara árása.

Þá er ákærði Stefán Logi sakfelldur fyrir lífshættulega atlögu að barnsmóður sinni. 

Auk þeirra var Davíð Freyr Magnússon dæmdur í þriggja og hálfs árs í fangelsi og þeir Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi hvor fyrir sinn hlut. 

Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur mönnunum 2. október síðastliðinn og framhaldsákæru sem var gefin út 14. október sl. Hún er í fjórum köflum.

Í fyrsta kafla ákæru ríkissaksóknara er þeim Stefáni Loga, Stefáni Blackburn, Gísla Þór og Hinriki Geir gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás á mann og að hafa svipt hann frelsi. Þeir neituðu allir sök. 

Héraðsdómur komst m.a. að þeirri niðurstöðu að þeir Gísli Þór og Hinrik Geir hefðu svipt manninn frelsi sínu, flutt hann á milli staða og að það hefði verið gert að undirlagi Stefáns Loga. 

Stefán Logi er m.a. sakfelldur fyrir að ráðast á barnsmóður sína og vefja belti um háls hennar, en í niðurstöðu dómsins kemur fram að það sé „stórhættulegt að vefja belti utan um háls manns og herða að.“ Brotið varðar 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, þar segir: „Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ. á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.“

Hann er jafnframt fundinn sekur um að hafa haft í hótunum við barnsmóður sína. Sömuleiðis fyrir húsbrot og líkamsárás er hann var staddur á heimili foreldra barnsmóður sinnar. Hann var sakfelldur fyrir að ráðast á föður hennar, fyrir að hafa komið þangað í heimildarleysi og fyrir eignarspjöll.

Stefáni Loga og Stefáni Blackburn var m.a. gefið að sök að hafa beitt mann ofbeldi, en þeir voru sakaðir um að hafa slegið manninn ítrekað með hnefum í andlit, með stórri kylfu í hnéskeljar, handarbak hans og með minni kylfu ítrekað í höfuð og kinnbein sem við það brotnaði, stungu hann og skáru ítrekað með eggvopni og klipptu í eyru hans. Stefán Blackburn var sakaður um að hafa stungið manninn óhreinum sprautunálum ítrekað á meðan ákærði Stefán Logi hélt honum auk þess sem aðrir ákærðu tóku þátt í að slá manninn.

Þeir voru sakfelldir fyrir að beita manninn harkalegu ofbeldi, sem varðar við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, en þeir voru sýknaðir af því að hafa stungið hann með óhreinum sprautunálum og klippt í eyru hans.

Einnig eru þeir sakfelldir fyrir brot gegn 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga, en þar segir: „Hver, sem sviptir annan mann frelsi sínu, skal sæta fangelsi allt að 4 árum.“

Héraðsdómur taldi hins vegar ósannað að Stefán Logi hefði slegið manninn með keðju í andlitið, líkt og honum var gefið að sök í ákæru. Aftur á móti þótti sannað að hann hefði slegið manninn ítrekað hnefahögg í andlitið.

Honum var jafnframt gefið að sök að hafa stungið brotaþolann með óhreinum sprautunálum en um þetta eru engin gögn og var hann því sýknaður af þessu ákæruatriði. Hann var jafnframt sýknaður af því að hafa stungið manninn með skrúfjárni í axlir og brjóst. Stefán Logi var ennfremur sýknaður af því að hafa stungið manninn ítrekað með dúkahníf þegar verið var að flytja hann á milli staða. 

mbl.is

Innlent »

Fluttu fólk til byggða en skyldu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

Í gær, 18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Í gær, 18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

Í gær, 18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

Í gær, 17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

Í gær, 17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

Í gær, 17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

Í gær, 16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

Í gær, 15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

Í gær, 17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

Í gær, 16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

Í gær, 15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...