Óvenju grófar líkamsárásir

Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson og Hinrik Geir Helgason við ...
Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson og Hinrik Geir Helgason við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur, sem dæmdi Stefán Loga Sívarsson og Stefán Blackburn í sex ára fangelsi í dag, segir að þegar refsing hafi verið ákveðin verði að hafa í huga að þeir hafi verið sakfelldir fyrir óvenju grófar líkamsárásir sem ekki verði betur séð en í sumum tilfellum hafi verið pyntingar.

Fram kemur í dómnum, sem er mjög ítarlegur, að þeir hafi svipt þeir brotaþola frelsi í langan tíma og beitti Stefán Logi mann nauðung. 

Í dómnum segir, að þeir hafi svipt brotaþola, sem um geti í ákæru ríkissaksóknara, frelsi í langan tíma og beitti Stefán Logi annan þeirra nauðung. Hvorugur brotaþola hafði gert nokkuð það á hlut ákærðu er gat gefið þeim tilefni til þessara árása.

Þá er ákærði Stefán Logi sakfelldur fyrir lífshættulega atlögu að barnsmóður sinni. 

Auk þeirra var Davíð Freyr Magnússon dæmdur í þriggja og hálfs árs í fangelsi og þeir Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi hvor fyrir sinn hlut. 

Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur mönnunum 2. október síðastliðinn og framhaldsákæru sem var gefin út 14. október sl. Hún er í fjórum köflum.

Í fyrsta kafla ákæru ríkissaksóknara er þeim Stefáni Loga, Stefáni Blackburn, Gísla Þór og Hinriki Geir gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás á mann og að hafa svipt hann frelsi. Þeir neituðu allir sök. 

Héraðsdómur komst m.a. að þeirri niðurstöðu að þeir Gísli Þór og Hinrik Geir hefðu svipt manninn frelsi sínu, flutt hann á milli staða og að það hefði verið gert að undirlagi Stefáns Loga. 

Stefán Logi er m.a. sakfelldur fyrir að ráðast á barnsmóður sína og vefja belti um háls hennar, en í niðurstöðu dómsins kemur fram að það sé „stórhættulegt að vefja belti utan um háls manns og herða að.“ Brotið varðar 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, þar segir: „Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ. á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.“

Hann er jafnframt fundinn sekur um að hafa haft í hótunum við barnsmóður sína. Sömuleiðis fyrir húsbrot og líkamsárás er hann var staddur á heimili foreldra barnsmóður sinnar. Hann var sakfelldur fyrir að ráðast á föður hennar, fyrir að hafa komið þangað í heimildarleysi og fyrir eignarspjöll.

Stefáni Loga og Stefáni Blackburn var m.a. gefið að sök að hafa beitt mann ofbeldi, en þeir voru sakaðir um að hafa slegið manninn ítrekað með hnefum í andlit, með stórri kylfu í hnéskeljar, handarbak hans og með minni kylfu ítrekað í höfuð og kinnbein sem við það brotnaði, stungu hann og skáru ítrekað með eggvopni og klipptu í eyru hans. Stefán Blackburn var sakaður um að hafa stungið manninn óhreinum sprautunálum ítrekað á meðan ákærði Stefán Logi hélt honum auk þess sem aðrir ákærðu tóku þátt í að slá manninn.

Þeir voru sakfelldir fyrir að beita manninn harkalegu ofbeldi, sem varðar við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, en þeir voru sýknaðir af því að hafa stungið hann með óhreinum sprautunálum og klippt í eyru hans.

Einnig eru þeir sakfelldir fyrir brot gegn 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga, en þar segir: „Hver, sem sviptir annan mann frelsi sínu, skal sæta fangelsi allt að 4 árum.“

Héraðsdómur taldi hins vegar ósannað að Stefán Logi hefði slegið manninn með keðju í andlitið, líkt og honum var gefið að sök í ákæru. Aftur á móti þótti sannað að hann hefði slegið manninn ítrekað hnefahögg í andlitið.

Honum var jafnframt gefið að sök að hafa stungið brotaþolann með óhreinum sprautunálum en um þetta eru engin gögn og var hann því sýknaður af þessu ákæruatriði. Hann var jafnframt sýknaður af því að hafa stungið manninn með skrúfjárni í axlir og brjóst. Stefán Logi var ennfremur sýknaður af því að hafa stungið manninn ítrekað með dúkahníf þegar verið var að flytja hann á milli staða. 

mbl.is

Innlent »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

Í gær, 18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

Í gær, 18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

Í gær, 17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

Í gær, 17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

Í gær, 16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega af svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

Í gær, 16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

Í gær, 15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

Í gær, 16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

Í gær, 16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

Í gær, 15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...