Þingfundi slitið

Þingfundi hefur verið slitið á Alþingi en fyrri umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga aðild Íslands að ESB til baka hefur staðið yfir í allan dag. Enn eru yfir 10 á mælendaskrá. Næsti þingfundur hefst kl. 15 á morgun.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, var síðasti ræðumaður kvöldins. 

„Ég held að allar aðstæður, eins og þær hafa núna teiknast upp og pólitískur veruleiki þessa máls sé sá, að það sé algjört óráð að taka úr þessu einhverja afgerandi ákvörðun til eða frá, í eina átt eða aðra, nema kalla þjóðina að því borði. Það er eina leiðin til þess að fá niðurstöðu sem einhver framtíðarfriður getur orðið um,“ sagði Steingrímur á Alþingi í kvöld.

Steingrímur og aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu ræðutímann m.a. að umtalsefni, en þeir eru afar ósáttir við hversu knappur hann er. 

„Ég sé að tími minn er á þrotum og það er mikil sorg mín yfir því að hér skuli ekki vera leyfðar þriggja tíma ræður,“ sagði Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í kvöld, en ræðutíminn í þessari umferð er aðeins 10 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert