Allar forsendur til að vera hamingjusöm þjóð

Íslendingar hafa allar forsendur fyrir til að vera mjög hamingjusöm þjóð sé þeir þættir skoðaðir sem hafa áhrif á hamingjusemi. Þetta segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur hjá Embætti landlæknis, en í dag er alþjóðlegur hamingjudagur Sameinuðu þjóðanna og í dag var málþing í hátíðarsal Háskóla Íslands af því tilefni.

Friðsæld, almennt traust á milli fólks, sterk félagsleg tengsl og möguleikar á að afla sér menntunar og hafa þar með stjórn á eigin lífi hafa þar mest að segja. Jafnvel í löndum sem við berum okkur gjarnan saman við eru þessi lífsgæði ekki sjálfsögð.

mbl.is ræddi við Dóru Guðrúnu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert