Segir framgöngu borgarinnar harða

Mikil starfsemi fer fram á svæði Fluggarða á Reykjavíkurflugvelli.
Mikil starfsemi fer fram á svæði Fluggarða á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/RAX

Framkoma Reykjavíkurborgar í garð eigenda flugskýla í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli hefur vakið furðu hjá Alfhild Nielsen, talsmanni hagsmunaaðila á svæðinu.

„Af hálfu Reykjavíkurborgar liggja fyrir skipulagsáætlanir sem miða að því að breyta Fluggarðasvæðinu í íbúabyggð. Hér virðist stefnt að eignaupptöku á mannvirkjum en Reykjavíkurborg hefur lítið sem ekkert samráð haft við þinglýsta eigendur mannvirkja á svæðinu,“ segir Alfhild en samþykkt var nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í borgarstjórn í síðustu viku sem gerir ráð fyrir því að öll flugstarfsemi víki af svæðinu strax á næsta ári.

„Hér er verið að setja allt kennslu- og einkaflug á landinu í uppnám. Það flug hefur ekki verið velkomið á Keflavíkurflugvöll og því á það ekki í nein önnur hús að venda eins og stendur.“

Mikil starfsemi er í Fluggörðunum en þar eru um 85 flugvélar á hverjum tíma í rúmum 8.000 fermetrum og að starfsemi svæðisins koma mörg hundruð manns að sögn Alfhildar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert