„Fyrir neðan allar hellur og sýnir lítinn skilning“

Blaðamannafélagið er sátt með úrskurði Hæstaréttar og héraðsdóms.
Blaðamannafélagið er sátt með úrskurði Hæstaréttar og héraðsdóms. mbl.is/Brynjar Gauti

„Mér finnst það fyrir neðan allar hellur og sýnir lítinn skilning á hlutverki fjölmiðla og blaðamanna.“

Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, í Morgunblaðinu í dag  um tilraunir lögregluyfirvalda til þess að knýja blaðamann til þess að gefa upp heimildarmenn sína í svonefndu lekamáli.

Hæstiréttur staðfesti hinn 2. maí síðastliðinn, það álit Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl að blaðamanni fréttavefsins mbl.is bæri ekki að bera vitni fyrir lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um heimild vefsins fyrir frétt um tvo hælisleitendur, sem byggðist á óformlegu minnisblaði, sem lögreglan rannsakar hvort að hafi verið lekið innan úr innanríkisráðuneytinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert