Sambíóin biðjast afsökunar

mbl.is/hag

Forsvarsmenn Sambíóanna biðjast afsökunar á reglu um kynbundna verkaskiptingu sem innleidd var af vaktstjóra á innra spjallsvæði starfsmanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Sambíóin hafa sent frá sér, en þar segir að reglan hafi verið sett án vitneskju framkvæmdastjóra. 

Segir jafnframt í tilkynningunni að engin störf innan bíósins séu kynbundin og að starfsmenn hafi í gegnum tíðina gengið í öll almenn störf óháð kyni.

Fara yfir alla verkferla

Fréttatilkynningin er svohljóðandi:

„Fyrir skömmu gerði vaktstjóri í bíóinu mistök þegar hann innleiddi á spjallsvæði starfsmanna, án vitneskju framkvæmdastjóra, reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þessi regla er ekki í gildi hjá bíóinu enda samræmist hún ekki áherslum fyrirtækisins.

Stjórnendur bíósins biðjast afsökunar á þessum mistökum og munu á næstu dögum fara yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins.

Sambíóin, sem rekið hafa kvikmyndahús í 42 ár, hafa frá upphafi lagt áherslu á gott starfsumhverfi sem er mikilvæg forsenda fyrir jákvæðri upplifun bíógesta.

F.h. Sambíóanna,

Alfreð Ásberg Árnason,

framkvæmdastjóri Sambíóanna.“

Tjáir sig ekki um starfsmenn

Eins og fram kom á mbl.is var tveimur kvenkyns starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp eftir að hafa haft sig frammi í jafnréttisumræðu á Face­book um kynja­skipt­ingu verk­efna í vinn­unni.

Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, vildi aðspurður ekki tjá sig um það hvort strarfsmönnunum yrði boðið starf að nýju. 

Sjá einnig: Sambíóin eyddu athugasemdum

Sagt upp eftir jafnréttisumræðu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert