Fái varanlega undanþágu frá höftum

Landsbankinn skuldar LBI 226 milljarða.
Landsbankinn skuldar LBI 226 milljarða. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Samkomulag um að lengja í 226 milljarða skuld Landsbankans í erlendri mynt við kröfuhafa gamla Landsbankans (LBI) er háð þeim skilyrðum að LBI fái „varanlega“ undanþágu frá fjármagnshöftum fyrir öllum greiðslum af skuldabréfunum.

Jafnframt fer LBI fram á að tvær undanþágubeiðnir sem hafa verið sendar til Seðlabankans, að fjárhæð um 265 milljarðar króna, fyrir frekari hlutagreiðslum til kröfuhafa verði samþykktar.

Þetta kemur fram í kynningu á samningnum fyrir kröfuhöfum sem Morgunblaðið hefur undir höndum og fjallað er um í fréttaskýringu í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert