Hafa áhyggjur af kennaraverkfalli

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Foreldrafélag Háaleitisskóla lýsir yfir þungum áhyggjum sínum vegna yfirvofandi verkfalls grunnskólakennara og áhrifa þess á skólastarf. „Góð menntun er lykillinn að lífsgæðum framtíðarinnar, þess vegna þarf að tryggja nemendum skólakerfi með góða og metnaðarfulla kennara,“ segir í ályktun frá félaginu. Ef ekki verður samið í deilunni munu kennarar leggja niður störf á fimmtudag.

„Stjórn foreldrafélagsins skorar því á samningsaðila að semja á skynsömum og sanngjörnum nótum með gæði menntunar, skólastarfs og starfsfólks í huga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert