Tuttugu mótmæltu við lögreglustöðina

Um tuttugu manns komu saman við lögreglustöðina við Hverfisgötu klukkan 12 í dag og mótmæltu ómannúðlegri meðferð á Izekor Osazee, hæl­is­leit­anda frá Níg­er­íu. Hún var handtekin fyrirvaralaust í gær en látin laus síðar sama dag. Gengið verður frá lög­reglu­stöðinni niður að inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu. 

Beðið verður með að flytja Izekor Osazee, hæli­leit­anda frá Níg­er­íu, úr landi. Í gær var henni og lög­manni henn­ar, Helgu Völu Helga­dótt­ur, gefið tæki­færi til að leggja fram grein­ar­gerð þar sem Izekor get­ur óskað eft­ir því að dvelja hér á landi á meðal um­sókn henn­ar um dval­ar­leyfi er til meðferðar.

Þetta seg­ir Krist­ín Völ­und­ar­dótt­ir, for­stjóri Útlend­inga­stofn­un­ar, í sam­tali við mbl.is en hún fundaði í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu í gær vegna máls­ins.

„Hér á landi virðist sem allt sé gert til þess að koma hæl­is­leit­end­um úr landi, sér­stak­lega ef það ligg­ur fyr­ir að þeir geti fest hér ræt­ur og orðið lög­mæt­ur hluti af sam­fé­lag­inu. Útlend­inga­stofn­un og inn­an­rík­is­ráðuneytið ætluðu að koma Izekor Osazee úr landi í skjóli næt­ur en drógu þá ákvörðun til baka þegar þeim varð ljóst að fólk fylg­ist með og læt­ur sig málið varða,“ sagði á facebooksíðu vegna mótmælanna. 

Uppfært kl. 12.37: Tæplega 20 manns bættust í hópinn á leiðinni niður í innanríkisráðuneyti. 

Uppfært kl. 13.25: Mótmælunum er nú lokið. Nokkrir mótmælendur söfnuðust saman í innanríkisráðuneytinu.

Í fyrstu komu þrír lögreglumenn og ræddu við starfsfólk ráðuneytisins en þegar um tíu lögregluþjónar komu á vettvang, fóru mótmælendurnir út úr húsinu. 

Frétt mbl.is: Getur óskað eftir dvöl hér á landi. 

Frétt mbl.is: Mót­mæla vegna máls Izekor. 

Frétt mbl.is: Izekor sleppt og ekki send burt

Frétt mbl.is: Eig­in­kona Íslend­ings send úr landi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert