Sólarlandaferðir seljast betur

Grísku eyjarnar á Miðjarðahafinu heilla sólarþyrsta Íslendinga.
Grísku eyjarnar á Miðjarðahafinu heilla sólarþyrsta Íslendinga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Útlit er fyrir að mun fleiri Íslendingar ætli að verja hluta af sumarfríinu á suðrænum slóðum í ár en í fyrra. Hvort fólk vilji tryggja sig í ljósi reynslunnar frá sólarleysi síðasta sumar skal ósagt látið, en greinilegt er að sólarlandaferðir heilla og hefur Krít vinninginn.

Þetta kemur fram á ferðavefnum Túristi.is, sem kannaði stöðuna hjá helstu ferðaskrifstofum. Í fyrra seldist upp í margar sólarlandaferðir og í ár hefur framboðið verið aukið talsvert. 

Ferðaskrifstofan Vita hefur til að mynda fjölgað sætum um þrjátíu prósent, hjá Heimsferðum nemur aukningin tíund og Úrval-Útsýn hefur einnig bætt við sig frá því í fyrra samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum ferðaskrifstofanna þriggja.

Miðað við sama tíma í fyrra hafa líka fleiri flugsæti selst og virðast fjölskyldur farnar að ferðast meira saman. Bæði hjá Heimsferðum og Úrvali-Útsýn er reynslan sú að Krít njóti núna mestra vinsælda.

Sjá nánar á Túristi.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert