„Ég er sæmilega bjartsýnn“

„Ég er sæmilega bjartsýnn,“ segir Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, en fulltrúar samninganefnda sjúkraliða og starfsmanna SFR funda enn í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Ótíma­bundið alls­herj­ar­verk­fall skellur á klukk­an átta í fyrra­málið ná­ist samn­ing­ar ekki fyr­ir þann tíma.

Fund­ur hófst klukk­an 9:15 í morg­un og verður fundað fram á nótt. Gísli Páll segir að reynt sé til þrautar að ná sáttum áður en verkfallið skelli á, það sé dagskipunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert