Konur meirihluti sérfræðinga

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is/Rax

Karlmenn voru mikill meirihluti þeirra sem störfuðu í landbúnaði og sjávarútvegi í lok árs 2011 eða 92% samkvæmt nýju manntali Hagstofu Íslands sem gert var opinber í gær. Manntalið, sem miðast við 31. desember 2011, er fyrsta manntalið sem gert er hér á landi síðan árið 1981. Konur voru 8% þeirra sem störfuðu í þeim geirum.

Sama á við um störf véla- og vélgæslufólks (karlar 91% og konur 9%), og störf iðnaðarmanna og sérhæfðs iðnverkafólks (karlar 89% og konur 11%). Karlar voru einnig í meirihluta þegar kom að stjórnendastörfum eða 61% á móti 39% sem skipuð voru konum. Svipað hlutfall átti við um ósérhæfð störf þar sem karlar voru 59% en konur 41%. Staðan var hins vegar mun jafnari þegar kom að tæknum og sérmenntuðu starfsfólki. Þar voru karlar 51% starfsmanna en konur 49%.

Konur voru hins vegar í afgerandi meirihluta í sérfræðistörfum eða 62% á móti 39% sem skipuð voru körlum. Hliðstæða sögu var að segja af þjónustu og sölustörfum þar sem konur voru 38% starfsmanna í þeim geira en karlar 62%. Hæst hlutfall kvenna var hins vegar í skrifstofustörfum en 74% slíkra starfa voru unnin af konum en 26% af körlum.

Frétt mbl.is: Varpar heildstæðu ljósi á landsmenn

Frétt mbl.is: Fleiri kon­ur há­skóla­menntaðar

Frétt mbl.is: Fleiri karl­ar í hús­næðis­hraki

Frétt mbl.is: Fyrsta mann­talið síðan 1981

Frétt mbl.is: Mann­fjöld­inn skoðaður ra­f­rænt

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert