Flugvirkjar samþykktu samninginn

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings flugvirkja við Icelandair lauk í gær og var samningurinn samþykktur. Alls kusu um 65% með samningnum og 35% voru á móti honum. Kjarasamningurinn tekur því gildi frá 4. júlí sl.

„Ég er ánægður með að þetta hafi verið samþykkt. Það voru töluverðar breytingar í samningnum svo maður var ekki viss um það hvernig fólk tæki í þær. En ég er ánægður með að þessu sé lokið og held að þetta sé ásættanlegt fyrir alla,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar flugvirkja. 

Þátttakan í kosningunni var 78% eða 150 manns. 98 kusu með og 52 á móti. 

Sjá frétt mbl.is: Flugvirkjar náðu samkomulagi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert