Fallið frá skoðun á faglegum þáttum

Sverrir Vilhelmsson

Fallið hefur verið frá því að skoða sérstaklega faglega þætti í starfsemi DV og var sú ákvörðun tekin í ljósi mikillar óánægju starfsfólks með þau áform. Ákveðið hefur verið að DV komi næst út á miðvikudag og þaðan í frá samkvæmt útgáfuáætlun.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þorsteini Guðnasyni, stjórnarformanni DV. Í henni segir einnig að á fundi ritstjórnar í morgun hafi þess verið óskað að stjórn DV segi Reyni Traustasyni þegar upp störfum. „Sú ákvörðun er eðlilega í höndum stjórnar en ekki ritstjórnar,“ segir Þorsteinn. 

Hann segir að það sé ósk hans að nú snúi starfsmenn bökum saman og standi undir þeim væntingum sem almenningur gerir til fjölmiðilsins. Þá hafi verið ákveðið að fjölga á ritstjórn DV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert