Allir neita sök í Marple-málinu

Hörður Felix Harðarson og Hreiðar Már Sigurðsson, skjólstæðingur hans, við …
Hörður Felix Harðarson og Hreiðar Már Sigurðsson, skjólstæðingur hans, við þingestingu í öðru máli. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Allir sakborningarnir fjórir í Marple-málinu svonefnda neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið snýst að miklu leyti um fjár­mála­gern­inga sem snúa að Kaupþingi og Marple Hold­ing S.A.SPF, sem var í eigu Skúla Þorvaldssonar. 

Í Marple-mál­inu eru Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Kaupþings, ákærð fyr­ir fjár­drátt og umboðssvik. Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, er ákærður fyr­ir hlut­deild í fjár­drætti og umboðssvik Hreiðars Más og Guðnýj­ar Örnu og Skúli er ákærður fyr­ir hylm­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert