Jón Trausti hættur sem framkvæmdastjóri DV

Jón Trausti Reynisson (t.v.) og Baldur Guðmundsson.
Jón Trausti Reynisson (t.v.) og Baldur Guðmundsson. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Jón Trausti Reynisson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri DV. Hann staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Hann lét af störfum í dag.

Auglýsingastjóri DV, Heiða B. Heiðarsdóttir, hefur einnig látið af störfum.

Stjórnarformaður DV ehf. Þorsteinn Guðnason, mun fyrst um sinn sjá um þau mál sem Jón Trausti meðhöndlaði innan fyrirtækisins.

Miklar hræringar eru innan DV og hafa margir starfsmenn blaðsins látið af störfum undanfarna viku, og enn einhverjir sem eru að skoða stöðu sína.

Jón Trausti segist þrátt fyrir allt hafa fulla trú á þeim sem enn starfi á DV, og að blaðið verði áfram sterkur fréttamiðill.

Hann vildi ekki tjá sig um hljóðupptöku sem Kjarninn birti af starfsmannafundi DV.

Jón Trausti segir DV hafa gegnum tíðina orðið hluta af sér, og fyrst um sinn vilji hann leggja þá byrði frá sér. „Ég er búinn að vera þarna í sjö ár og DV er orðið soldið inngróið í mann. Núna tekur bara við að hreinsa hugann og huga að öðru.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert