Fjárlaganefnd hefur vinnu sína

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjárlaganefnd Alþingis fundar með fulltrúum ráðuneytanna í vikunni. Fyrsti fundurinn fór fram í morgun en áætlað er að nefndin fundi með ráðuneytunum á miðvikudag og á föstudag. Á fundunum er gerð grein fyrir rekstri ráðuneytanna með tilliti til fjárheimilda.

Þar gefst fulltrúum ráðuneytanna tækifæri til þess að gera grein fyrir sínum útgjöldum eins og þau birtast í fjárlögunum auk þess sem fjárlaganefndin hefur tök á að spyrja fulltrúa ráðuneytanna út í einstaka liði að sögn Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar.

Í morgun var fundað með fulltrúum umhverfisráðuneytisins sem gerði grein fyrir sínum afdrifum. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins funduðu ekki með nefndinni í dag líkt og Vigdís hafði gefið út í þjóðmála- og fréttaskýringarþættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær. Áætlað er að fulltrúar ráðneytisins og fjármálanefnd fundi þess í stað á föstudaginn.

Nánari upplýsingar munu að öllum líkindum liggja fyrir eftir fund fjárlaganefndar á miðvikudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert