„Þeir eru bara að leika sér“

„Ég var að koma frá Skaftafelli og kom niður að brúnni austan megin. Þá sé ég að einhverjir hafa farið útaf og notað sandinn í staðinn fyrir veginn og tekið nokkrar spyrnur í leiðinni,“ segir Arnar Hafsteinsson í samtali við mbl.is um ummerki utanvegaaksturs sem hann sá á Suðurlandi í vikunni. Hann telur mikilvægt að búa til enn frekari umræðu um utanvegaakstur, enda hefur hann skaðleg áhrif á umhverfið.

„Þeir eru bara að leika sér. Fólk segir að þetta sé bara sandur og að ummerkin fari bara af sjálfum sér en það er alrangt. Eins og líffræðingar hafa bent á fer þetta gífurlega illa með allan gróður og rætur í sandinum. Ég varð mjög pirraður þegar ég sá þetta,“ segir Arnar.

Hann vill að fólk fræðist um utanvegaakstur svo það skilji að hann hafi afleiðingar. Arnar segir að utanvegaakstur hafi færst í aukanna síðustu ár. „Ég hef séð þetta í Þórsmörk og ég hef tilkynnt þetta til lögreglunnar. Hún hefur einfaldlega ekki mannskap til þess að eltast við ökumennina, því miður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert