Einstæðir foreldrar frekar í leiguhúsnæði

Einstæðir foreldrar eru líklegri en aðrir til að búa í …
Einstæðir foreldrar eru líklegri en aðrir til að búa í leiguhúsnæði og má sjá sterka fylgni með búsetuformi og fátækt barna. Kristinn Ingvarsson

Hlutfall barna á aldrinum 0 – 17 ára sem búa á heimilum undir lágtekjumörkum var 10% á Íslandi árið 2012 og þar með næstlægst í Evrópu á eftir Noregi. Á sama tíma var hlutfallið í löndum Evrópusambandins 20,7% að meðaltali.

Þetta kemur fram í nýjum Félagsvísum Hagstofunnar um börn og fátækt.

Í nýútkomnum félagsvísum um börn og fátækt kemur fram að hlutfall barna á heimilum undir lágtekjumörkum og algengi þess að börn búi við skort á efnislegum gæðum var svipað árin 2010 – 2013 og það var á árunum 2004 – 2007

Yngri foreldrar, minni efnisleg gæði

Börn sem eiga foreldra 29 ára eða yngri búa oftar á heimilum sem eru undir lágtekjumörkum og skortir efnisleg gæði en þau börn þar sem að minnsta kosti annað foreldrið er 30 ára eða eldra. Á meðal fyrri hópsins eru 36,5% undir lágtekjumörkum og 17,8% búa við skort á efnislegum gæðum.

Árið 2013 voru 30,8% barna einstæðra foreldra undir lágtekjumörkum og 25% skorti efnisleg gæði. Til samanburðar voru 6,2% barna á heimili með tveimur fullorðnum undir lágtekjumörkum og um 4,1% þeirra skorti efnisleg gæði.

Einstæðir foreldrar frekar í leiguhúsnæði

Einstæðir foreldrar eru líklegri en aðrir til að búa í leiguhúsnæði og má sjá sterka fylgni með búsetuformi og fátækt barna. Árið 2013 voru 28,2% barna sem bjuggu í leiguhúsnæði undir lágtekjumörkum og 20,6% skorti efnisleg gæði.

Stærstur hluti barna á Íslandi býr á heimilum sem eru með húsnæðislán og eru 7,5% þeirra barna eru undir lágtekjumörkum og 5% skortir efnisleg gæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert