Vill fund um fjárhagsstöðu RÚV

Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svandís Svavarsdóttir, varamaður í allsherjar- og menntamálanefnd, óskaði eftir því á fundi nefndarinnar í dag að stjórn Ríkisútvarpsins kæmi á fund nefndarinnar til að ræða fjárhagsstöðu stofnunarinnar í ljósi áskorunar stjórnarinnar til Alþingis.

Í áskoruninni er tekið fram að óbreytt og óskert útvarpsgjald dugi til að standa undir rekstri RÚV en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu og breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar er gert ráð fyrir að útvarpsgjaldið lækki um áramótin úr 19.400 kr. í 17.800.

Frétt mbl.is: Stórfelld breyting á hlutverki RÚV blasir við

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka