Háskólaprófessorar samþykktu samninginn

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Prófessorar í félagi háskólaprófessora við ríkisháskóla samþykktu með afgerandi hætti kjarasamning sem samninganefnd félagsins gerðu við ríkið 25. nóvember.

Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins, segir í samtali við mbl.is að mikil þáttaka hafi verið í rafrænni atkvæðagreiðslu um samninginn. Af 313 félagsmönnum greiddu 252 atkvæði, 81%.

Af þeim greiddu 95,6% atkvæði með samningnum, 241, en 11, 4%, gegn honum. Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan 9 í morgun.

Rúnar fagnar þessari niðurstöðu, því hefði samningurinn ekki verið samþykktur hefðu prófessorar farið í verkfall, því verkfalli þeirra var aðeins frestað eftir að samningar náðust milli félagsins og ríkisins. Það hefði haft miklar afleiðingar fyrir háskólanema í prófum.

Hann vonast til að betri gangur verði í samningum eftir áramót, þannig að ekki þurfi að grípa aftur til sambærilegra aðgerða. Samgingurinn gildir út febrúar, en vinna við lengri samning mun hefjast strax um áramótin.

Rúnar Vilhjálmsson.
Rúnar Vilhjálmsson. Ljósmynd/ Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert